Stólarnir í annað sætið eftir stórsigur

Helgi Rafn Viggósson úr Tindastóli og Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni …
Helgi Rafn Viggósson úr Tindastóli og Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni eigast við. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Tindastóll burstaði Stjörnuna, 92:69, í Dominos-deild karla í körfuknattleik á Sauðárkróki í kvöld og með sigrinum höfðu liðin sætaskipti. Liðin eru með 26 stig en Stólarnir hafa betur í innbyrðisviðureignum liðanna.

Stjörnumenn voru yfir eftir fyrsta leikhlutann en eftir hann tóku Stólarnir völdin í leiknum og innbyrtu ákaflega góðan og þýðingarmikinn sigur. Antonio Hester og Viðar Ágústsson voru stigahæstir í liði Stólanna með 22 stig hvor og Rúnar Pétur Birgisson var með 21. Hjá Stjörnunni var Anthony Odunsi stigahæstur með 21 stig og Marvin Valdimarsson skoraði 18.

Ragnar Ágústsson og Hákon Ingi Leifsson fylgdust með gangi mála fyrir mbl.is í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og uppfærðu fréttir af honum í þessari lýsingu.

40. Tindastóll fagnar öruggum sigri, 92:69.

36. Viðar Ágústson er funheitur á 3 stigalínunni og er með 5 af 5 þar. Leikhlé hjá Tindastól þegar 5:30 er eftir af 4 leikhluta. Stjarnan spilar frábæra vörn og skotklukka Tindastóls rennur út staðan þegar 4 mínútur eru eftir er, 79:64.

33. Það stefnir allt í öruggan sigur Tindastóls en staðan er orðin, 79:56. Tindastóll hefur gjörsamlega smellt í lás í vörninni.

30. Tindastóll-Stjarnan (73:51). Tindastóll er komin í bónus þegar 5 mínútur eru eftir af 3 leikhluta. Ágúst Angantýsson er kominn með 3 villur þegar 1 og hálf mínúta er eftir líkt og Hlynur, Antonio Hester, Friðrik Þór en svo er Marvin, Tómas og Helgi Rafn með 4 villur. Stjarnan tekur leikhlé þegar 1 og hálf mínúta er eftir. Helgi endar þennan leikhluta með flautukörfu 2 metrum frá 3 stiga línunni. Staðan er. 73:51.

24. Bæði lið byrja þriðja leikhluta af gríðarlegri hörku og er Tindastóll að vinna,  53:43 þegar 4 mínútur eru búnar af leikhlutanum.

20. Tindastóll-Stjarnan (43:35). Stjarnan kemur úr leikhlé með krafti og kemst yfir, 25:26, en Tindastóll gefst ekki upp og fær stopp í næstu tveimur sóknum. Helgi Freyr hleypur Marvin óviljandi niður þegar 2 mínútur eru eftir og fær tæknivillu dæmda á sig. Tindastóll tekur leikhlé þegar 1 mínúta rúmlega er eftir. Staðan í lok annars leikhluta er, 43:35 Tindastól í vil. Stigahæstur í Tindastól er Antonio Hester með 12 stig og 5 fráköst og í Stjörnunni er það Anthony Odunsi með 13 stig og 7 fráköst.

13. Tindastóll hóf annan leikhlutann af krafti og er komið yfir, 23:20. Stólarnir hafa skorað öll 9 stigin í þessum leikhluta og Stjarnan tekur leikhlé.

10. Tindastóll-Stjarnan (16:20). Hester blokkar Odunsi í sniðskoti, frábær tilþrif. Stjörnumenn komnir í bónus eftir 6 mínútur og þeir hafa ekki enn klikkað á vítaskoti. Þegar 7 mínútur eru búnar þá er Björgvin með 8 stig af 10 stigum sem Tindastóll hefur skorað. Stjarnan tekur leikhlé þegar 45 sekúndur eftir en Stjarnan byrjaði þennan leikhluta af krafti en Tindastóll sækir vel á þá. Staða eftir fyrsta leikhluta er, 16:20.

7. Stjörnumenn hafa byrjað betur og eru yfir, 13:10.

3. Stjörnumenn, án leikstjórndans Justin Shouse, eru yfir, 5:4.

1. Leikurinn er hafinn í Síkinu. Það má reikna með hörkuleik í þessum toppslag í deildinni.

Byrjunarlið Tindastóls:

Nr 7 Pétur Rúnar

Nr 9 Björgvin Hafþór

Nr 13 Friðrik Þór 

Nr 14 Helgi Rafn 

Nr 15 Antonio Hester

Byrjunarlið Stjörnunar:

Nr 2 Anthony Odunsi 

Nr 4 Marvin 

Nr 8 Hlynur Bæringsson

Nr 13 Tómas Heiðar 

Nr 14 Arnþór Freyr 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert