Elvar átti stórleik og varð meistari - myndskeið

Elvar Már Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu á Smáþjóðleikunum …
Elvar Már Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu á Smáþjóðleikunum árið 2015. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Körfuknattleiksmaðurinn Elvar Már Friðriksson varð í gærkvöldi deildarmeistari með Barry University, sem leikur í 2. deild NCAA, bandaríska háskólakörfuboltanum, er liðið lagði Florida Southern College 98:88.

Barry University er með bestan árangur þegar einn leikur er eftir af deildarkepninni og fagnaði liðið því titlinum vel sem sjá má hér neðst í fréttinni.

Elvar átti frábæran leik og skoraði 27 stig, átti 10 stoðsendingar og stal fjórum boltum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert