Þriðji sigur Keflvíkinga í röð

Hörður Axel Vilhjálmsson sækir að körfu Haukanna í kvöld.
Hörður Axel Vilhjálmsson sækir að körfu Haukanna í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Keflvíkingar hlóðu í sinn þriðja sigur leik í röð og hafa ekki tapað undir stjórn Friðriks Inga Rúnarssonar.  Í kvöld voru það Haukar sem urðu þeim að bráð og Haukar svo sannarlega í bullandi fallbaráttu og í raun í slæmum málum. 

76:68 varð lokastaða leiksins. Þetta var þriðji tapleikur Hauka í röð í deildinni og eru þeir í næsta neðsta sæti með aðeins 12 stig.   Sherrod Wright leiddi Hauka að þessu sinni í með 25 stig en hjá Keflavík var það Hörður Axel Vilhjálmsson sem skoraði 24 stig.

40. Keflvíkingar virtust vera með allt í hendi sér í leiknum í fjórða leikhluta þó svo að hafa aðeins 5 stiga forystu framan af. Hjálmar Stefánsson stal boltanum í stöðunni 65:60 og tróð með látum og þetta hefði mögulega getað verið vendipunktur fyrir þá Hauka. En í næstu sókn gerðist Sherrod Wright leikmaður Hauka sig brotlegan af óíþróttamannslegri villu og Reggie Dupree setti niður víti og Hörður Axel skoraði í sókninni á eftir og Keflavík komnir í 70:62 þegar um 4 mínútur voru til loka leiks.  Reggie Dupree átti skínandi seinni hálfleik og þegar rúm mínúta var til loka leiks setti hann niður 2 stig og kom Keflavík í 74:66 og í raun var það loka naglinn í kistu Haukamanna þetta kvöldið.

37. Keflvíkingar eru enn yfir en staðan er. 70:64.

30. Keflavík-Haukar 60:56. Keflvíkingar hófu að herða varnarleik sinn í upphafi leikhlutans en hinsvegar héldu áfram að hitta illa en fram að þessu var skotnýting þeirra innan teigs alls ekki góð. Leikurinn hélst meira og minna jafn megnið af leikhlutanum. Um miðbik leikhlutans settu Haukar niður þrjá snögga þrista og komu sér í 6 stiga forystu í stöðunni 47:53. Reggie Dupree leikmaður Keflvíkinga snögghitnaði og setti þrjá þrista í röð og allt í einu Keflvíkingar komnir í þriggja stiga forystu. Keflvíkingar leiða 60:56 eftir þrjá leikhluta og þessi kafli Reggie Dupree virðist hafa slegið þá Haukamenn ansi fast og þeir riða en eru alls ekki fallnir.  Nú reynir á þá rauðklæddu, fjórði leikhluti hefur reynst gestum í TM-höllinni erfiður að öllu jöfnu.

20. Keflavík-Haukar 35:37. Hjálmar Stefánsson setti niður ótrúlegan þrist og fékk villu að auki og kom Haukum í 1 stigs forystu i stöðunni 21:22 þegar um 3 mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta. Sóknarlotur Hauka á þessum tímapunkti ansi þunglamalegar á meðan Keflvíkingar rúlluðu kerfum og fengu auðveld færi. Haukar hinsvegar hysjuðu upp um sinn leik og staðan var orðin 26:33 þegar Friðrik Ingi hafði fengið nóg og tók leikhlé fyrir Keflvíkinga þegar um 3 mínútur voru til hálfleiks.  Keflvíkingar hafa verið hálf værukærir þessar fyrstu 20 mínútur og má allt eins vona á góðri ræðu frá Friðrik Inga í háflleik.  Hörður Axel Vilhjálmsson bjargaði andliti þeirra með góðum þrist undir lok hálfleiksins og staðan er 35:37 Hauka í vil.  Hörður leiðir Keflavík með 11 stig en Sherrod Wright er stigahæstur Haukamanna með 14 stig í hálfleik

10. Keflavík-Haukar 17:17. Haukar hófu leik á fyrstu 3 stig leiksins og virtust vera nokkuð vel stemmdir í upphafi leiks en Keflvíkingar vöknuðu fljótlega en voru það Haukar sem komust í 2:7 forystu.  Það tók hinsvegar ekki langan tíma fyrir heimamenn að jafna leikinn og komast yfir en jafnt hefur verið á flestum tölum þessar fyrstu 10 mínútur leiksins. Það virðist svo vera ef dæmt er af þessum fyrstu mínútum leiksins að Haukar geri sér grein fyrir mikilvægi þess að þeir nái stigum hér í kvöld. 

1. Leikurinn er hafinn.

Keflavík er í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig en liðið hefur unnið báða leikina frá því Friðrik Ingi Rúnarsson tók við þjálfun liðsins.

Haukar, sem töpuðu fyrir KR í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, eru í 11. og næstneðsta sætinu með 12 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert