Westbrook fór á kostum

Russell Westbrook var öflugur í nótt.
Russell Westbrook var öflugur í nótt. AFP

Russell Westbrook fór mikinn í liði Oklahoma City Thunder þegar liðið sigraði New Orleans Pelicans, 118:110, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Westbrook skoraði 41 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar og náði þar með sinni 29. þrefaldri tvennu á tímabilinu. Hann var sérlega öflugur í fjórða leikhlutanum en hann skoraði þá 21 stig. Anthony Davis var stigahæstur í liði New Orleans með 38 stig.

Blake Griffin fór á kostum í liði Los Angeles Clippers í sigri liðsins gegn Charlotte. Griffin skoraði 43 stig en hjá Charlotte var Kemba Walker með 34 stig.

Úrslitin í nótt:

LA Lakers - SA Spurs 98:119
Milwaukee - Phoenix 100:96
Denver - Memphis 98:105
Washington - Utah 92:102
Toronto - Portland 112:106
Detroit - Boston 98:104
Oklahoma - New Orleans 118:110
LA Clippers - Charlotte 124:121

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert