Stórleikur Martins dugði ekki til

Martin Hermannsson í leik með Charleville.
Martin Hermannsson í leik með Charleville. Ljósmynd/David Henrot

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, var stigahæsti leikmaður vallarins þegar lið hans Charleville tapaði á heimavelli fyrir Le Havre, 88:63, í frönsku B-deildinni í kvöld.

Martin skoraði 23 stig og tók 5 fráköst fyrir Charleville, sem var á hælunum allan leikinn og meðal annars undir í hálfleik 43:26 og kom aldrei til baka eftir það. Martin og félagar eru komnir niður í 6. sætið og hafa þar 26 stig eins og Le Havre sem komst upp að hlið þeirra.

Haukur Helgi Pálsson og félagar hjá Rouen unnu gríðarlega mikilvægan sigur gegn Aix-Maurienne í baráttunni í neðri hlutanum. Leikurinn var jafn og spennandi en eftir gríðarsterkan fjórða hluta fóru Haukur og félagar með ellefu stiga sigur af hólmi, 74:63.

Haukur skoraði 6 stig og tók 5 fráköst fyrir Rouen, sem er eftir sigurinn í 13. sætinu með 22 stig og fékk um leið smá andrými í botnbaráttunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert