Skallagrímur vann í Keflavík

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir með boltann gegn Skallagrími í kvöld, en …
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir með boltann gegn Skallagrími í kvöld, en Jóhanna Björk Sveinsdóttir er til varnar. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Skallagrímskonur komu öllum á óvart öðrum en sjálfum sér og stálu heimavellinum af Keflavík í kvöld í þegar þær sigruðu 70:68 í fyrsta einvígisleik liðanna í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik í Keflavík.    

Keflavík hafði verið yfir í leiknum lengst af en Skallagrímur með Tavelyn Tillman í fararbroddi komst yfir í seinni hálfleik og lét þá forystu aldrei af hendi.  Tillman var frábær í kvöld með 33 stig og varð að lokum banabiti þeirra Keflavíkurstúlkna. Hjá Keflavík var Emelía Ósk Gunnarsdóttir með 19 stig stigahæst.

Keflavík hafnaði í 2. sæti og Skallagrímur í 3. sæti Dominos-deildar í vetur. Snæfell vann Stjörnuna í fyrsta leiknum í hinu undanúrslitaeinvíginu í gærkvöld. Þrjá sigra þarf til að komast í úrslitin.

Keflavík 68:70 Skallagrímur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert