Westbrook skrifaði nýjan kafla

Russell Westbrook.
Russell Westbrook. AFP

Russell Westbrook skráði sig í sögubækur NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt þegar Oklahoma City Tunder bar sigurorð af Orlando Magic, 114:106.

Westbrook náði sinni 38. þrefaldri tvennu á tímabilinu og þeirri fjórðu í röð. Hann skoraði 57 stig, tók 13 fraköst og gaf 11 stoðsendingar. Þetta eru hæstu tölur í þrefaldri tvennu í NBA-deildinni frá upphafi. Leikinn þurfti að framlengja þar sem Oklahoma sigldi frammúr.

Í uppgjöri toppliða i Vesturdeildinni fagnaði Golden State Warriors sigri gegn San Antonio Spurs, 110:98. Golden State lenti 22 stigum undir í byrjun leiks, 29:7, en Stephen Curry og Klay Thompson sigldu sigrinum í hús fyrir Golden State en samanlagt skoruðu þeir 52 stig, Curry með 29 og Thompson 23. Með sigrinum styrkti Golden State stöðu sína í toppsæti Vesturdeildarinnar. Kawhi Leonard var stigahæstur hjá SA Spurs með 19 stig.

Úrslitin í nótt:

Ne York - Miami 88:105
Memphis - Indiana 110:97
Sacramento - Utah 82:112
New Orleans - Dallas 121:118
SA Spurs - Golden State 98:110
LA Clippers - Washington 133:124
Orlando - Oklahoma 106:114
Boston - Milwaukee 100:103
Philadelphia - Atlanta 92:99
Toronto - Charlotte 106:110

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert