Jafnt hjá Spurs og Grizzlies

Andre Iguodala, leikmaður Golden State Warriors, fagnar glæsilegri troðslu sinni …
Andre Iguodala, leikmaður Golden State Warriors, fagnar glæsilegri troðslu sinni í leik liðsins gegn Portland Trail Blazers í nótt. AFP

Memphis Grizzlies jafnaði metin í 2:2 í einvígi sínu við San Antonio Spurs í átta liða úrslitum Vesturdeildar í NBA-deildinni í körfubolta karla með 110:108-sigri sínum í leik liðanna í nótt.

Stórleikur Kawhi Leonard fyrir San Antonio Spurs dugði ekki til fyrir liðið, en hann skoraði 43 fyrir liðið í leiknum í nótt. Mike Conley var stigahæstur í liði Memphis Grizzlies með 35 stig.  

Atlanta Hawks minnkaði muninn í 2:1 í rimmu sinni við Washington Wizards í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar  með 116:98-sigri sínu sínum í nótt.

Frammistaða Paul Millsap sem skoraði 29 stig og Dennis Schroder sem skoraði 27 stig voru lykillinn að sigri Atlanta Hawks. John Wall skoraði 29 stig fyrir Washington Wizards, en hann dró vagninn í sóknarleik liðsins.

Golden State Warriors er með 3:0-forystu í viðureign sinni við Portland Trail Blazers eftir 119:113-sigur liðsins í nótt. Portland Trail Blazers náði 17 stiga forystu í fyrri hálfleik, en Golden State Warriors með Stephen Curry sneri taflinu sér í vil.

Curry var stigahæsti leikmaður Golden State Warriors með 34 stig, en CJ McCollum var atkvæðamestur í liði Portland Trail Blazers með 32 stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert