Birna í bann fyrir sparkið

Birna Valgerður Benónýsdóttir.
Birna Valgerður Benónýsdóttir. Ljósmynd/Eyþór Benediktsson

Birna Valgerður Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var í gær úrskurðuð í eins leiks bann af aganefnd KKÍ eftir dómgreindarbrest hennar í þriðja leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Birna Valgerður Benónýsdóttir í liði Keflavíkur er send út úr húsi fyrir að sparka í Gunnhildi Gunnarsdóttur að því er virtist. Dómararnir voru lengi að ráða ráðum sínum áður en dómur var upp kveðinn,“ sagði í beinni textalýsingu mbl.is frá leiknum.

Aganefndin tók málið fyrir í gær og niðurstaða hennar var svohljóðandi:

„Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hin kærða, Birna Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur, sæta eins leiks banni vegna háttsemi í leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitakeppni úrvalsdeildar meistaraflokks kvenna sem leikinn var þann 23. apríl 2017. Úrskurðurinn tekur gildi nú þegar.“

Birna verður því ekki með í fjórða leik liðanna í Keflavík á morgun, miðvikudag, þegar Keflavík getur tryggt sér titilinn með sigri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert