Endurheimtir Keflavík titilinn í kvöld?

Thelma Dís Ágústsdóttir getur lyft bikar í kvöld.
Thelma Dís Ágústsdóttir getur lyft bikar í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Keflavík getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik í kvöld þegar liðið fær Snæfell í heimsókn í fjórða leik liðanna í einvíginu. Keflavík er yfir í rimmunni, 2:1, og getur með sigri bundið enda á þriggja ára sigurgöngu Snæfells.

Keflavík vann titilinn síðast árið 2013 og er nú einum sigri frá sínum 16. Íslandsmeistaratitli. Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina náði Snæfell að halda lífi í einvíginu með sigri í þriðja leiknum á sunnudag.

Keflavík verður án Birnu Valgerðar Benónýsdóttur sem var úrskurðuð í eins leiks bann fyrir að sparka í Gunnhildi Gunnarsdóttur í þriðja leiknum. Fari svo að Snæfell vinni í kvöld fer fram oddaleikur í Stykkishólmi á laugardag.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og fylgst verður með í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert