Eftirmaður Benedikts fundinn

Hjalti Þór Vilhjálmsson
Hjalti Þór Vilhjálmsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjalti Þór Vilhjálmsson mun taka við karlaliði Þórs á Akureyri í körfuknattleik af Benedikt Guðmundssyni sem lætur af störfum hjá félaginu í lok mánaðarins. 

Hjalti hefur þjálfað karlalið Fjölnis undanfarin ár sem barist hefur um sæti í efstu deild og lék einnig með Fjölni á árum áður. Hefur hann þjálfað ýmsa flokka hjá félaginu árum saman.

Hjalti er 34 ára gamall og gerir þriggja ára samning við Þór en lið Þórsara hafnaði í 8. sæti í Dominos-deildinni í vetur og var slegið út af KR í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins.

Benedikt þjálfari einnig meistaraflokk kvenna hjá Þór en ekki hefur verið ráðið í þá stöðu enn sem komið er en liðið missti í vetur naumlega af sæti í Dominos-deild kvenna.

Benedikt Guðmundsson
Benedikt Guðmundsson mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert