San Antonio og Toronto fóru áfram

Tony Parker og félagar í San Antonio Spurs sendu Mike …
Tony Parker og félagar í San Antonio Spurs sendu Mike Conley og félaga hjá Memphis Grizzles í sumarfrí. AFP

Tveimur einvígjum í átta liða úrslitum NBA-deildarinnar í körfuknattleik lauk í nótt þegar lið San Antonio Spurs tryggði sæti sitt í undanúrslitum vesturdeildarinnar og Toronto Raptors gerði það einnig í austurdeildinni.

Spurs lagði Memphis Grizzlies í sjötta leik liðanna á útivelli, 103:96, og vann einvígið 4:2. Kawhi Leonard var atkvæðamestur hjá Spurs með 29 stig en hjá Memphis skoraði Mike Conley 26 stig.

Toronto fór einnig áfram samanlagt 4:2 eftir sigur á Milwaukee Bucks í sjötta leiknum í nótt 92:89. DeMar DeRozan skoraði 32 stig fyrir Toronto, en hjá Milwaukee setti Giannis Antatokounmpo 34 stig og tók 9 fráköst.

Úrslitin í nótt:

Austurdeildin:
Milwaukee Bucks – Toronto Raptors 89:92 (2:4)
Memphis Grizzlies – San Antonio Spurs 96:103 (2:4)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert