Snýst ekki um hvernig maður er metinn á pappír

Sverrir Þór Sverrisson hefur unnið fjölda titla sem þjálfari og …
Sverrir Þór Sverrisson hefur unnið fjölda titla sem þjálfari og á nýliðnu tímabili varð ungt lið Keflavíkur bæði Íslands- og bikarmeistari. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Körfuboltastórveldið Keflavík lá ekki lengi í „dvala“ í kvennaflokki. Eftir mögur ár á mælikvarða Keflvíkinga, og mikla endurnýjun í leikmannahópnum eru báðir stóru bikararnir komnir í bikaraskápinn í „Sláturhúsinu“ eins og íþróttahúsið í Keflavík er oft kallað.

Keflvíkingar gerðu ekki miklar rósir á síðasta tímabili og kom það ekki sérstaklega á óvart. Sigursælir leikmenn á borð við Birnu Valgarðsdóttur, Pálínu Gunnlaugsdóttur, og Bryndísi Guðmundsdóttur voru horfnar á braut en einnig framtíðarlandsliðsmenn eins og Sara Rún Hinriksdóttir sem fór í háskólanám í Bandaríkjunum.

Þjálfaraskipti urðu á miðju tímabili og tók Sverrir Þór Sverrisson við stjórnartaumunum af Margréti Sturlaugsdóttur. Í liði Keflavíkur í fyrra var ein A-landsliðskona, Sandra Lind Þrastardóttir, og hún fór til Danmerkur síðasta haust.

Sjá umfjöllun um Keflavíkurliðið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert