Spánn Evrópumeistari – Þrjú töp Frakka í röð

Spænska landsliðið fagnaði Evrópumeistaratitlinum vel.
Spænska landsliðið fagnaði Evrópumeistaratitlinum vel. AFP

Spánn varð í kvöld Evrópumeistari kvenna í körfubolta með öruggum sigri á Frökkum, 71:55, í úrslitaleik í Prag í Tékklandi.

Sterk vörn Spánverja var lykillinn að sigrinum en þetta var þriðja skiptið í röð þar sem Frakkland tapar úrslitaleiknum. Spánn varð síðast Evrópumeistari árið 2013 en þetta er í þriðja sinn sem liðið vinnur titilinn.

Alba Torrens var valin besti leikmaður mótsins en hún skoraði tíu stig í fyrsta leikhluta í úrslitaleiknum í kvöld og alls 18 í leiknum, en Sancho Lyttle, sem einmitt var valin best á EM 2013, skoraði 19.

Belgar unnu til bronsverðlauna með stórsigri á Grikkjum, 78:45, en hvorugt liðið hafði áður keppt um verðlaun á Evrópumóti.

AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert