Naumt tap gegn Þjóðverjum

Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Ljósmynd/FIBA

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri beið lægri hlut gegn Þjóðverjum í leik liðanna um 7. sætið í A-deild Evrópumóts karla sem fram fer á Krít en lokatölur urðu sex stiga sigur Þjóðverja, 79:73. Ísland endar þar með í 8. sæti.

Íslenska liðið hóf leikinn af krafti og var 20:10 yfir eftir 1. leikhluta. Þjóðverjar svöruðu í 2. leikhluta en Íslenska liðið var þó enn yfir í hálfleik, 38:35.

Þjóðverjar komu hins vegar sterkir til leiks í 3. leikhluta og að honum loknum var staðan 59:54, þeim í vil.

Halldór Garðar Hermannsson minnkaði muninn í 61:59 er tvær mínútur voru liðnar af 4. leikhluta og Tryggvi Snær Hlinason minnkaði muninn í 76:72 er tæp mínúta var eftir. Lengra komust Íslendingar þó ekk og sigur Þjóðverja staðreynd.

Tryggvi Snær Hlinason fór sem fyrr fyrir liðinu í dag en hann setti niður 23 stig og tók 8 fráköst hjá Íslandi. Ingvi Þór Guðmundsson kom næstur með 12 stig og 2 fráköst.

Ísland endar þar með mótið í 8. sæti af 24 liðum. Glæsilegur árangur þar en liðið rótburstaði m.a. Svíþjóð 73:39 í 16-liða úrslitum mótsins en féll úr lek gegn Ísrael sem leikur til úrslita gegn Grikkjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert