Mæta Belgum í Smáranum í kvöld

Íslenska landsliðið mætir Belgum í kvöld.
Íslenska landsliðið mætir Belgum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsti vináttuleikur íslenska karlalandsliðsins af sjö sem það leikur til undirbúnings fyrir Evrópukeppnina í Finnlandi fer fram í Smáranum í Kópavogi í kvöld en þar tekur Ísland á móti Belgíu klukkan 19.15.

Craig Pedersen landsliðsþjálfari hefur fækkað í landsliðshópnum, niður í nítján, og sextán þeirra leikmanna spila gegn Belgum í kvöld, og á Akranesi á laugardaginn. Tryggvi Snær Hlinason, Kári Jónsson og Kristinn Pálsson eru nýkomnir úr Evrópumóti U20 ára liða á Krít og taka því ekki þátt í þessum tveimur leikjum.

Hinir eru Axel Kárason, Brynjar Þór Björnsson, Elvar Már Friðriksson, Haukur Helgi Pálsson, Hlynur Bæringsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Jón Arnór Stefánsson, Kristófer Acox, Logi Gunnarsson, Martin Hermannsson, Ólafur Ólafsson, Pavel Ermolinskij, Ragnar Nathanaelsson, Sigtryggur Arnar Björnsson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Ægir Þór Steinarsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert