Afmælisbarnið með 30 stig

Veigar Áki átti góðan leik í dag.
Veigar Áki átti góðan leik í dag. Ljósmynd/FIBA

Landslið Íslands í körfuknattleik skipað leikmönnum 16 ára og yngri lauk í dag leik á Evrópumótinu með sigri á Búlagríu, 71:64. Liðin léku um 13. sætið sem Íslands tryggði sér með sigrinum. Íslenska liðið byrjaði vel í dag og var 21:7 yfir eftir fyrsta leikhluta. Leikmenn Búlgaríu hresstust þó aðeins við, en staðan í hálfleik var 38:26, Íslandi í vil.

Íslenska liðið hélt uppteknum hætti og var 14 stigum yfir fyrir síðasta leikhluta. Þeir kláruðu leikinn með sóma og unnu sjö stiga sigur á Búlgaríu, 71:64.

Það var afmælisbarn dagsins, Veigar Áki Hlynsson, sem var atkvæðamestur í íslenska liðinu, en hann skoraði 30 stig, náði 12 fráköstum og var með fjórar stoðsendingar.

Hér má sjá tölfræði úr leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert