Tap gegn Ungverjalandi

Martin Hermannsson var með flest fráköst í dag.
Martin Hermannsson var með flest fráköst í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ísland mætti Ungverjalandi ytra í vináttulandsleik liðanna í körfubolta í dag. Leikurinn fór fram ytra, en bæði lið eru í fullum undirbúningi EM í Finnlandi sem hefst í lok mánaðar. Heimamenn voru yfir allan leikinn, en minnstur var á munum eftir fyrsta leikhluta þegar staðan var 23:22. Ungverjarnir juku forskot sitt hægt og rólega sem endaði í 81:66 sigri á íslenska liðinu.

Brynjar Þór Björnsson skoraði 14 stig og var með tvö fráköst, en Haukur Helgi Pálsson var með fimm fráköst og 13 stig og Martin Hermannsson með fimm fráköst og jafnmörg stig og Haukur.

Liðið mætir Litháen 23. ágúst, en það er síðasti leikur liðsins áður en það heldur til Finnlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert