15 stiga tap hjá U16

Liðið náði sér ekki á strik í dag.
Liðið náði sér ekki á strik í dag. Ljósmynd/KKÍ

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 16 ára og yngri tapaði sínum síðasta leik í riðlakeppninni á EM í morgun fyrir Ísrael, 48:63. Ísrael byrjaði leikinn betur og var með 15 stiga forystu í hálfleik, 21:36.

Þá var á brattan að sækja en í seinni hálfleik jókst forysta þeirra enn frekar. Íslenska liðið vann lokafjórðunginn með fimm stigum, 12:7, en leikurinn endaði í 15 stiga tapi.

Ásta Grímsdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 18 stig, 24 fráköst, tvær stoðsendingar og fjögur varin skot. Óvíst er hverjum stelpurnar okkar mæta næst, en liðið mun leika um sæti á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert