Kyrie Irving til Boston Celtics

Kyrie Irving er orðinn leikmaður Boston Celtics.
Kyrie Irving er orðinn leikmaður Boston Celtics. AFP

Körfuboltamaðurinn Kyrie Irving er orðinn leikmaður Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta en honum var skipt frá Cleveland Cavaliers í nótt. Cleveland fær þá Isaiah Thomas, Jae Crowder, Ante Zizic og fyrsta valrétt í nýliðavalinu á næsta ári í stað Irving.

Irving vildi yfirgefa Cleveland þar sem hann var orðinn þreyttur á að vera í skugga LeBron James og vildi hann stærra hlutverk hjá nýju liði. 

Kyrie Irving skoraði 25,2 stig og gaf 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Cleveland á síðasta tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert