40 stig á síðasta korterinu

Finnur Freyr Stefánsson
Finnur Freyr Stefánsson mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Mér fannst við gera vel framan af leik en í þriðja leikhluta kom kafli þar sem þeir skora of mörg stig án þess að við náum að svara,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR, eftir 67:88 tap fyrir belgíska liðinu Belfius í 1. umferð Evrópubikars karla í körfuknattleik í vesturbænum í kvöld.  

„Þá misstum við þá fram úr okkur og eftir það komu örvæntingarfullar tilraunir hjá okkur til að komast aftur inn í leikinn. Slíkar tilraunir ganga stundum upp og stundum ekki. Þær gengu ekki í dag og við fengum á okkur 40 stig síðustu 15 mínútur leiksins sem er bara allt of mikið,“ sagði Finnur Freyr og hann sagði leikstíl Belfiuliðsins hafa verið svipaðan og hann reiknaði með. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert