KR-búningurinn ólöglegur

Pavel Ermolinskij og félagar í KR skörtuðu nýjum búningum.
Pavel Ermolinskij og félagar í KR skörtuðu nýjum búningum. mbl.is/Golli

Margir íþróttaáhugamenn velta því líklega fyrir sér hvers vegna Íslands- og bikarmeistarar KR léku í hvítum búningum á þriðjudagskvöld þegar liðið tók þátt í Evrópukeppni félagsliða í körfubolta í fyrsta skipti í áratug.

KR var í nýjum hvítum búningum sem samkvæmt heimildum mbl.is voru sérstaklega hannaðir fyrir Evrópuleiki. Einhverjum Vesturbæingum brá sennilega við þegar KR lék ekki í sínum hefðbundnu röndóttu búningum á heimavelli.

Staðreyndin er sú að í keppnum á vegum Körfuknattleikssambands Evrópu eru reglur um að einn aðallitur sé ríkjandi í keppnisbúningum. Röndóttir búningar eins og KR-ingar spila jafnan í eru þar af leiðandi ólöglegir.

Auk þess eru takmarkanir varðandi fjölda auglýsinga og íslensk lið þurfa því gjarnan að hanna sérstaklega búninga fyrir Evrópuleiki af þeim sökum einnig.

Í Meistaradeild Evrópu, Euroleague, eru hins vegar aðrar reglur þar sem sú deild er sér fyrirtæki þar sem stærstu félög í Evrópu tóku sig saman. Þar má sjá lið eins og Fenerbache leika í röndóttum búningum ef því er að skipta enda heyrir deildin ekki undir Körfuknattleikssamband Evrópu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert