Haukar slógu Stjörnuna úr leik

Snorri Vignisson sækir að körfu Gnúpverja í kvöld. Ægir Hreinn …
Snorri Vignisson sækir að körfu Gnúpverja í kvöld. Ægir Hreinn Bjarnason og Þórir Sigvaldason reyna að verjast honum. mbl.is/Golli

Haukar gerðu sér lítið fyrir og slógu Stjörnuna úr leik í 1. umferð Maltbikars karla í körfubolta í Ásgarði í kvöld. Eftir spennandi lokamínútur urðu lokatölur 90:83. Paul Jones skoraði 22 stig í liði Hauka og Haukur Óskarsson og Kári Jónsson gerðu 16 stig. Kári var að spila sinn fyrsta leik með Haukum eftir eitt ár í bandaríska háskólakörfuboltanum. 29 stig frá Eysteini Bjarna Ævarssyni dugðu skammt fyrir Stjörnuna sem vann KR í síðasta deildarleik. 

Grindavík, sem leikur í úrvalsdeildinni hafði betur gegn 1. deildarliði FSu á Selfossi, 92:72. Fyrrum atvinnumaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 24 stig fyrir Grindavík og Dagur Kár Jónsson bætti við 20. Florijan Jovanov skoraði 22 stig fyrir FSu. 

Úrvalsdeildarlið ÍR gerði góða ferð til Hveragerðis og lagði Hamar sem leikur í 1. deildinni, 91:73. Danero Thomas skoraði 25 stig fyrir ÍR og Julian Nelson gerði 15 fyrir Hamar. 1. deildarlið Fjölnis vann svo sannfærandi sigur á Reyni S. í Sandgerði, 84:44. Alexander Þór Hafþórsson skoraði 17 stig fyrir Fjölni og Kristján Örn Ebenezarson skoraði 12 fyrir Reyni sem leikur í 2. deild.  

Loks hafði Breiðablik 93:77-heimasigur á Gnúpverjum í Kópavogi í 1. deildarslag. Snorri Vignisson og Ragnar Jósef Ragnarsson skoruðu 18 stig hvor fyrir Breiðablik. Everage Richardson átti stórleik fyrir Gnúpverja og skoraði 32 stig. 

Stjarnan - Haukar 83:90

Ásgarður, Bikarkeppni karla, 16. október 2017.

Gangur leiksins:: 4:7, 8:13, 16:16, 16:22, 21:25, 26:29, 30:40, 34:45, 36:56, 43:62, 47:66, 51:70, 55:75, 61:77, 72:85, 83:90.

Stjarnan: Eysteinn Bjarni Ævarsson 29, Hlynur Elías Bæringsson 20/19 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 13/4 fráköst, Róbert Sigurðsson 8/4 fráköst/7 stoðsendingar, Stefan Bonneau 5, Marvin Valdimarsson 4, Arnþór Freyr Guðmundsson 4.

Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.

Haukar: Paul Anthony Jones III 22/9 fráköst, Haukur Óskarsson 16, Kári Jónsson 16/5 stoðsendingar, Emil Barja 13/6 fráköst/9 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 9/7 fráköst, Breki Gylfason 6/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 5/6 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 3.

Fráköst: 23 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson, Jón Guðmundsson.

FSu - Grindavík 72:92

Iða, Bikarkeppni karla, 16. október 2017.

Gangur leiksins:: 2:6, 10:14, 16:16, 20:18, 24:24, 29:35, 31:45, 38:51, 41:53, 43:60, 50:62, 56:67, 60:77, 66:83, 66:90, 72:92.

FSu: Florijan Jovanov 22, Charles Jett Speelman 13/6 fráköst, Jón Jökull Þráinsson 9, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 7, Hlynur Hreinsson 7/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 7/4 fráköst, Maciek Klimaszewski 4, Hilmir Ægir Ómarsson 3.

Fráköst: 13 í vörn, 8 í sókn.

Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 24/7 fráköst/7 varin skot, Dagur Kár Jónsson 20, Ingvi Þór Guðmundsson 11, Ólafur Ólafsson 8, Ómar Örn Sævarsson 7/5 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 6, Rashad Whack 6, Jóhann Árni Ólafsson 6, Þorsteinn Finnbogason 4.

Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Hamar - ÍR 73:91

Hveragerði, Bikarkeppni karla, 16. október 2017.

Gangur leiksins:: 6:6, 8:12, 10:23, 17:25, 19:31, 22:35, 28:39, 29:48, 36:60, 42:66, 47:70, 55:73, 59:80, 66:85, 71:89, 73:91.

Hamar: Julian Nelson 15/5 fráköst, Larry Thomas 11/5 fráköst, Ísak Sigurðarson 11, Þorgeir Freyr Gíslason 10/6 fráköst, Oddur Ólafsson 9, Arnór Ingi Ingvason 5, Smári Hrafnsson 4, Mikael Rúnar Kristjánsson 3/4 fráköst, Kristinn Ólafsson 3, Guðjón Ágúst Guðjónsson 2/7 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

ÍR: Danero Thomas 25/7 fráköst, Ryan Taylor 23/6 fráköst, Sveinbjörn Claessen 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 10/5 fráköst, Kristinn Marinósson 8, Dovydas Strasunskas 7/4 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 4/4 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 2, Trausti Eiríksson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Halldor Geir Jensson, Sveinn Bjornsson.

Reynir S. - Fjölnir 44:84

Sandgerði, Bikarkeppni karla, 16. október 2017.

Gangur leiksins:: 2:0, 4:2, 4:4, 11:4, 13:12, 13:16, 20:24, 26:29, 26:40, 26:46, 32:53, 36:62, 38:69, 38:71, 42:79, 44:84.

Reynir S.: Kristján Örn Ebenezarson 12/4 fráköst, Garðar Gíslason 8/7 fráköst, Kristján Þór Smárason 5, Viðar Hammer Kjartansson 4/7 fráköst, Sindri Meyvantsson 4, Eðvald Freyr Ómarsson 4, Birgir Snorri Snorrason 2, Arnar Þór Þrastarson 2, Halldór Theódórsson 2/4 fráköst, Sævar Freyr Eyjólfsson 1.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Fjölnir: Alexander Þór Hafþórsson 17, Samuel Prescott Jr. 14, Jón Rúnar Baldvinsson 13, Sigvaldi Eggertsson 12/5 fráköst, Daníel Freyr Friðriksson 7, Sigmar Jóhann Bjarnason 6, Davíð Alexander H. Magnússon 5, Andri Jökulsson 4, Brynjar Birgisson 4, Hlynur Logi Ingólfsson 1/4 fráköst, Sigmar Logi Björnsson 1.

Fráköst: 16 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Friðrik Árnason, Guðmundur Ragnar Björnsson.

Breiðablik - Gnúpverjar 93:77

Smárinn, Bikarkeppni karla, 16. október 2017.

Gangur leiksins:: 10:2, 17:7, 20:12, 23:20, 27:22, 30:25, 40:33, 45:42, 48:46, 52:47, 63:49, 71:58, 76:60, 79:67, 88:75, 93:77.

Breiðablik: Snorri Vignisson 18/8 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 18/7 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 14/4 fráköst, Brynjar Karl Ævarsson 13, Halldór Halldórsson 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinbjörn Jóhannesson 7/5 varin skot, Jeremy Herbert Smith 6, Guðjón Hlynur Sigurðarson 3, Leifur Steinn Arnason 2, Matthías Örn Karelsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.

Gnúpverjar: Everage Lee Richardson 32/6 fráköst/7 stolnir, Þórir Sigvaldason 13, Hamid Dicko 9, Hraunar Karl Guðmundsson 7, Ægir Hreinn Bjarnason 5/4 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 4, Svavar Geir Pálmarsson 3, Hákon Már Bjarnason 2/5 fráköst, Garðar Pálmi Bjarnason 2.

Fráköst: 18 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Georgia Olga Kristiansen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert