Beðið eftir því sem aldrei varð

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var allt annað en sáttur með leik sinna manna gegn Keflavík í kvöld í Dominos-deild karla í körfuknattleik, og sagði úrslit kvöldsins vonbrigði en lokatölur urðu 92:88, Keflavík í vil.

Jóhann sagði það hafa verið stóran þátt í ósigri sinna manna hversu slakur varnarleikur þeirra var. Fannst honum einnig líta út fyrir að sínir menn væru að bíða allt kvöldið eftir að eitthvað myndi gerast í þeirra leik sem svo aldrei varð neitt úr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert