Breiddin skóp sigurinn

Helgi Rafn Viggósson, Tindastóli, til vinstri.
Helgi Rafn Viggósson, Tindastóli, til vinstri. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, var ánægður með sigur sinna manna á Þór Akureyri í Dominos-deildinni í kvöld þar sem lokatölur urðu 92:70 heimamönnum í vil.

„Mér fannst við spila mjög vel. „Róteringin“ var góð í liðinu og við gerðum bara það sem við áttum að gera. Við skoruðum 92 stig þannig að þetta heppnaðist mjög vel,“ sagði Helgi við mbl.is.

Spurður hvað hafi gert útslagið í kvöld sagði Helgi: „Breiddin. Við bara keyrðum yfir þá. Þeir voru bara orðnir þreyttir og vörnin var góð,“ sagði Helgi.

Næsti leikur Tindastóls er gegn Grindavík en hvernig líst Helga á það? „Bara mjög vel. Við förum í þann leik og gerum það sem við ætlum að gera. Höldum sama prógrammi og vonandi gengur sá leikur vel,“ sagði Helgi sem segir Tindastól geta tekið margt úr leiknum í kvöld. 

„Við getum tekið margt úr þessum leik og í þann leik (gegn Grindavík). Þeir skora bara 70 stig í þessum leik. Svo við vorum að spila góða vörn en hefðum getað spilað betri vörn. Við tökum vörnina og einnig sóknina í þann leik,“ sagði Helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert