Ferskir fætur í seinni gerðu útslagið

Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, sagðist vera nokkuð sáttur með að hafa náð sigri gegn Grindavík í kvöld þar sem lokatölur urðu 93:88 í leik liðanna í Dominos-deild karla.

Friðrik sagði spilamennsku sinna manna í kvöld hafa verið kaflaskipta en að ferskir fætur þeirra í síðari hálfleik hafi gert útslagið.

Friðrik sagði sigurinn vera afar mikilvægan eftir tapið í síðustu umferð og bætti við að hans menn sem og aðrir þurfi að bera virðingu fyrir andstæðingum sínum og enginn leikur sé unninn fyrir fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert