KR vann Reykjavíkurslaginn

Kristófer Acox í baráttu undir körfu ÍR í leiknum í …
Kristófer Acox í baráttu undir körfu ÍR í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli

KR svaraði fyrir tapið gegn Stjörnunni í síðustu umferð með 88:78 sigri á ÍR í Vesturbænum í kvöld. Bæði lið hafa þar með unnið tvo leiki og tapað einum í fyrstu þremur umferðunum.

ÍR-ingar fóru vel af stað og sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna, staðan var 17:10, ÍR í vil þegar 1. leikhluti var hálfnaður en þá tóku KR-ingar við sér, minnkuðu muninn jafnt og þétt og var staðan 23:23 eftir leikhlutann. KR fór mikið mun betur af stað í leikhlutanum og skoruðu tíu fyrstu stig hans. ÍR-ingar rönkuðu við sér þegar leikhlutinn var hálfnaður en staðan í hálfleik var 47:36, KR í vil.

Þriggja stiga nýting ÍR framan af fyrri hálfleik var til fyrirmyndar á meðan skotin hjá KR voru ekki að hitta. Það snérist hins vegar við eftir því sem lið á hálfleikinn og fékk Brynjar Þór Björnsson m.a tvo galopin þriggja stiga skot, eitthvað sem hann nýtir sér betur en flestir.
KR fór vel af stað í þriðja leikhluta og var með 10-14 stiga forskot í honum framan af. ÍR-ingar bitu hins vegar vel frá sér mögnuð þriggja stiga karfa Daða Berg Grétarssonar í lok leikhlutans minnkaði muninn í sjö stig fyrir síðasta leikhlutann 69:62. ÍR byrjaði 4. leikhluta vel og minnkuðu muninn í 71:69 í upphafi hans.

Gestirnir virkuðu hins vegar yfirspenntir þegar munurinn varð svo lítill, skotin þeirra hættu að fara ofan í, þeir byrjuðu að brjóta of mikið og lélegar sendingar fylgdu. Íslandsmeistararnir nýttu sér það vel og tryggðu sér sigur.

KR 88:78 ÍR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert