Valur sótti fyrstu stigin í framlengdum leik á Egilsstöðum

Sigurður Dagur Sturluson og félagar í Val sigruðu Hött.
Sigurður Dagur Sturluson og félagar í Val sigruðu Hött. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur sigraði Hött í framlengdum leik í Dominos-deild karla í körfuknattleik þar sem lokatölur í Brauð og Co-höllinni á Egilsstöðum urðu 99:93, gestunum í vil.

Valur leiddi lengstan tíma í leiknum en Höttur komst yfir nokkrum sinnum og leikurinn því nokkuð jafn. Þegar venjulegur leiktími rann út var Valur einu stigi yfir 90:89. Ragnar Gerald fór þá á vítalínuna fyrir Hött og setti annað vítaskot af tveimur niður og náði þannig að knýja fram framlengingu í stöðunni 90:90. Valsmenn sýndu yfirburði í framlengingunni og unnu, eins og fyrr segir, með 6 stigum.

Stigahæstur var Aaron Moss sem setti 35 stig niður fyrir Hött. Það var Austin Magnus Bracey sem var stigahæstur í liði Vals með 30 stig en fast á hæla hans kom Urald King með 29. Mirko Stefan átti stórgóðan leik fyrir Hött en hann átti 29 stig og 18 fráköst.

Þetta voru fyrstu stig Vals sem er þá með tvö stig í 10. sæti deildarinnar en Höttur situr 11.-12. sæti ásamt Þór Þorlákshöfn en bæði lið eru stigalaus.

Höttur 93:99 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert