Rekinn eftir aðeins þrjá leiki

Earl Watson er ekki lengur stjóri Phoenix.
Earl Watson er ekki lengur stjóri Phoenix. AFP

Earl Watson hefur verið rekinn frá bandaríska körfuboltafélaginu Phoenix Suns eftir slæma byrjun á tímabilinu. Liðið hefur tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa og 130:88-tapið gegn Los Angeles Clippers síðustu nótt reyndist kornið sem fyllti mælinn. 

Watson tók við Phoenix á miðju næstsíðasta tímabili. Hann vann 33 og tapaði 85 leikjum sem stjóri liðsins. 

Einhver ólga virðist hafa verið í herbúðum Phoenix því Eric Bledsoe, leikmaður liðsins, skrifaði á Twitter-síðu sína eftir leikinn að hann vildi ekki vera hjá félaginu lengur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert