Góðar fréttir úr herbúðum Tindastóls

Antonio Hester er óbrotinn.
Antonio Hester er óbrotinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Topplið Dominos-deildar karla í körfuknattleik, Tindastóll, fékk góðar fréttir í dag af tveimur lykilmönnum liðsins.

Annars vegar er það Antonio Hester, sem talinn var hafa ökklabrotnað gegn Keflavík í síðustu viku sem hefði haldið honum utan vallar í um þrjá mánuði. Eftir frekari skoðun í dag kom hins vegar í ljós að hann er óbrotinn og er röntgenmyndin talin hafa sýnt áverka gamalla meiðsla, samkvæmt frétt Feykis.

Pétur Rúnar Birgisson meiddist svo í upphafi leiks gegn Þór Þorlákshöfn í gær, en þar var um tognun að ræða og því ekki alvarlegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert