15. sigur Boston í röð

Kyrie Irving skoraði 30 stig fyrir Boston.
Kyrie Irving skoraði 30 stig fyrir Boston. AFP

Stephen Curry skoraði 35 stig í sigri Golden State gegn Philadelphia, 124:116, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Það stefndi lengi vel ekkert í sigur meistaranna. Þeir voru undir í hálfleik, 74;52, en Curry og félagar tóku sig saman í andlitinu og sneru leiknum sér í hag í síðari hálfleik en Curry skoraði 20 stig í þriðja leikhlutanum. Curry tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar og Kevin Durant skoraði 27 stig og tók 5 fráköst. Ben Simmons var stigahæstur í liði Philadelphia með 22 stig.

Boston Celtic heldur siglingu sinni áfram en liðið vann Atlanta Hawks, 110:99, og var þetta 15. sigur liðsins í röð og sigurganga Boston er sú fimmta lengsta í sögu félagsins. Kyrie Irving skoraði 30 stig fyrir Boston og Jaylen Brown 27.

Úrslitin í nótt:

Charlotte - LA Clippers 102:87
Orlando - Utah 85:125
Philadelphia - Golden State 116:124
Atlanta - Boston 99:110
Memphis - Houston 83:105
Portland - Sacramento 102:90

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert