Grindvíkingar náðu KR

Embla Kristínardóttir var með þrefalda tvennu fyrir Grindavík.
Embla Kristínardóttir var með þrefalda tvennu fyrir Grindavík. mbl.is/Golli

Grindvíkingar komust í gær að hlið KR-inga á toppi 1. deildar kvenna í körfuknattleik með því að vinna öruggan sigur á Ármanni, 73:42, á heimavelli.

KR og Grindavík eru bæði með 12 stig en KR á tvo leiki til góða og hefur unnið alla sex leiki sína í deildinni.

Embla Kristínarsdóttir náði þrefaldri tvennu fyrir Grindavík en hún skoraði 11 stig, tók 13 fráköst og átti 10 stoðsendingar.

Fjölnir er með 10 stig í þriðja sætinu eftir auðveldan sigur á ÍR, 78:39, í Seljaskóla og Þór á Akureyri er í fjórða sæti með 8 stig eftir sigur á Hamri á heimavelli, 68:45. Þór og Hamar mætast aftur á Akureyri í dag.

Grindavík - Ármann 73:42

Mustad-höllin, 1. deild kvenna, 18. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 3:0, 9:0, 11:0, 17:6, 26:15, 28:20, 33:24, 41:24, 45:26, 51:28, 54:28, 61:34, 64:36, 68:38, 71:40, 73:42.

Grindavík: Anna Ingunn Svansdóttir 24, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 13, Embla Kristínardóttir 11/13 fráköst/10 stoðsendingar/5 varin skot, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 11/4 fráköst, Halla Emilía Garðarsdóttir 8, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 4/7 fráköst, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2.

Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn.

Ármann: María Björk Ásgeirsdóttir 11/4 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 11/6 fráköst, Bjarnfríður Magnúsdóttir 8/4 fráköst, Arndís Þóra Þórisdóttir 6/6 fráköst/6 stoðsendingar, Arndís Úlla B. Árdal 6/9 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Harpa Guðjónsdóttir.

ÍR - Fjölnir 39:78

Hertz Hellirinn - Seljaskóli, 1. deild kvenna, 18. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 0:6, 3:10, 5:12, 9:18, 11:20, 16:27, 18:33, 20:39, 21:40, 21:48, 24:50, 28:56, 28:62, 33:67, 35:71, 39:78.

ÍR: Hanna Þráinsdóttir 23/8 fráköst, Katla Marín Stefánsdóttir 3/5 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 3, Elín Kara Karlsdóttir 2, Hrafnhildur Magnúsdóttir 2, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 2/6 fráköst, Guðrún Eydís Arnarsdóttir 2/4 fráköst, Rannveig Bára Bjarnadóttir 2.

Fráköst: 23 í vörn, 7 í sókn.

Fjölnir: Margrét Ósk Einarsdóttir 13, Berglind Karen Ingvarsdóttir 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, McCalle Feller 9/7 fráköst/6 stoðsendingar, Erla Sif Kristinsdóttir 8/7 fráköst, Guðrún Edda Bjarnadóttir 7/8 fráköst, Margrét Eiríksdóttir 7, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 7/7 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 6, Rakel Linda Þorkelsdóttir 4, Svala Sigurðadóttir 4, Elísa Birgisdóttir 1.

Fráköst: 30 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Sveinn Bjornsson, Kristinn Rafn Sveinsson.

Þór Ak. - Hamar 68:45

Síðuskóli, 1. deild kvenna, 18. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 4:5, 8:10, 14:15, 14:15, 16:15, 22:15, 28:19, 35:23, 37:25, 41:27, 43:27, 48:34, 52:39, 55:40, 60:43, 68:45.

Þór Ak.: Heiða Hlín Björnsdóttir 20/11 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 15/18 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 14/5 fráköst, Hrefna Ottósdóttir 10, Árdis Eva Skaftadóttir 7, Særós Gunnlaugsdóttir 2.

Fráköst: 28 í vörn, 13 í sókn.

Hamar: Helga Sóley Heiðarsdóttir 10, Þórunn Bjarnadóttir 9/11 fráköst/5 stolnir, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 9/11 fráköst, Ragnheiður Magnúsdóttir 6/5 fráköst, Bjarney Sif Ægisdóttir 5/4 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 5, Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir 1/6 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frimannsson, Márus Björgvin Gunnarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert