Haukar burstuðu Njarðvíkinga

Haukamaðurinn Emil Barja með boltann gegn Njarðvík í dag.
Haukamaðurinn Emil Barja með boltann gegn Njarðvík í dag. mbl.is/Hari

Haukar burstuðu Njarðvík 108:75 í 8. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik á Ásvöllum í dag. Haukar hafa þá unnið fimm af fyrstu átta leikjum eins og Njarðvík. 

Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með og út fyrsta leikhluta, en í öðrum leikhluta náðu Haukar góðu forskoti og höfðu yfirhöndina að loknum fyrri hálfleik, 54:41. Átti maður þó von á einhverju áhlaupi frá Njarðvíkingum í síðari hálfleik en það kom aldrei. Haukar tættu Njarðvíkinga í sig í sókninni og Njarðvíkingar náðu aldrei að finna svör við því. Munurinn jókst í síðari hálfleik og spennan var aldrei til staðar í síðasta leikhlutanum. 

Stigaskorið dreifðist mjög hjá Haukum enda voru Hafnfirðingar óeigingjarnir og fundu iðulega þann leikmann sem var í besta skotfærinu. Fyrir vikið skoruðu sjö leikmenn liðsins tíu stig eða meira og alls komust ellefu leikmenn á blað í stigaskorun. 

Njarðvíkingar hafa átt betri daga á körfuboltavellinum eins og allir gera sér grein fyrir. Sóknarleikurinn var svo sem ekki vandamálið í dag heldur varnarleikurinn sem var slakur. 

Lið Hauka: Kristján Leifur Sverrisson, Hilmar Smári Henningsson, Arnór Bjarki Ívarsson, Sigurður Ægir Brynjólfsson, Hjálmar Stefánsson, Haukur Óskarsson, Finnur Atli Magnússon, Paul Jones III, Kári Jónsson, Breki Gylfason, Emil Barja, Alex Rafn Guðlaugsson.

Njarðvík: Snjólfur Marel Stefánsson, Oddur Rúnar Kristjánsson, Ragnar Nathanaelsson, Elvar Ingi Róbertsson, Veigar Páll Alexandersson, Gabríel Sindri Möller, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Logi Gunnarsson, Brynjar Guðnason, Maciej Baginski, Terrell Vinson. 

<b>Haukar - Njarðvík 108:75</b>

Schenkerhöllin, Úrvalsdeild karla, 19. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 7:7, 9:9, 16:11,

<span> </span><b>20:15</b>

, 29:19, 38:24, 47:32,

<span> </span><b>54:39</b>

, 58:43, 66:47, 73:49,

<span> </span><b>79:51</b>

, 84:59, 95:66, 100:68,

<span> </span><b>108:75</b>

.

<b>Haukar</b>

: Kristján Leifur Sverrisson 16, Haukur Óskarsson 14, Finnur Atli Magnússon 13/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 13, Breki Gylfason 11/5 stoðsendingar, Paul Anthony Jones III 10/7 fráköst, Emil Barja 10/7 fráköst/6 stoðsendingar, Kári Jónsson 7/6 stoðsendingar, Hilmar Smári Henningsson 6, Arnór Bjarki Ívarsson 6, Alex Rafn Guðlaugsson 2.

<b>Fráköst</b>

: 29 í vörn, 5 í sókn.

<b>Njarðvík</b>

: Snjólfur Marel Stefánsson 17/6 fráköst, Logi Gunnarsson 14/5 stoðsendingar, Ragnar Agust Nathanaelsson 10/5 fráköst, Terrell Vinson 9/9 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 8, Oddur Rúnar Kristjánsson 6, Gabríel Sindri Möller 5, Brynjar Þór Guðnason 4, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2.

<b>Fráköst</b>

: 21 í vörn, 10 í sókn.

<b>Dómarar</b>

: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Haukar 108:75 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert