Áfall fyrir Þórsara

Snorri handsalar samninginn við Þór Þorlákshöfn í sumar.
Snorri handsalar samninginn við Þór Þorlákshöfn í sumar. Ljósmynd/Facebook síða Þórs

Körfuknattleikslið Þórs frá Þorlákshöfn hefur orðið fyrir áfalli en ljóst er að Snorri Hrafnkelsson, leikmaður liðsins, verður frá næstu mánuði.

Snorri hefur greinst með einkirningasótt og verður frá næstu mánuði, en karfan.is greinir frá þessu. Dæmi eru um að íþróttamenn séu frá í allt að hálft ár eftir að hafa greinst með sóttina. Snorri lék með Þórsurum gegn Tindastóli á útivelli fyrir helgi en greindist eftir það og fyrsti leikurinn sem hann missti af var gegn Val í gær.

Snorri gekk í raðir Þórsara frá KR í sumar, en hann er 24 ára gamall miðherji og er 1,99 metrar á hæð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert