Skemmtileg tenging innan íslenska landsliðsins

Kári Jónsson og Logi Gunnarsson.
Kári Jónsson og Logi Gunnarsson. Ljósmynd/KKÍ

Íslenska landsliðið í körfuknattleik er komið til Tékklands þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni Evrópumótsins á föstudag.

Körfuknattleikssambandið bendir á skemmtilega staðreynd hvað varðar elsta og yngsta leikmann liðsins að þessu sinni. 16 ár eru á milli þess yngsta, Kára Jónssonar hjá Haukum, og Loga Gunnarssonar hjá Njarðvík sem er aldursforsetinn að þessu sinni.

Logi lék sinn fyrsta landsleik árið 2000, þegar Kári var aðeins þriggja ára gamall. En faðir Kára, Jón Arnar Ingvarsson, var einmitt fyrsti herbergisfélagi Loga í landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert