Erfið kortlagning í herbúðum beggja þjóða

Hlynur Bæringsson í baráttu í landsleik.
Hlynur Bæringsson í baráttu í landsleik. mbl.is/Golli

Ný undankeppni hefst í dag hjá karlalandsliðinu í körfuknattleik þegar Ísland sækir Tékkland heim klukkan 17 að íslenskum tíma. Um er að ræða undankeppni fyrir HM sem fram fer í Kína í september 2019. Fjögur lið eru í riðli Íslands en það eru Finnland og Búlgaría auk Tékklands. Þrjú lið komast áfram í milliriðla sem hefjast síðsumars 2018 eða eftir tæpt ár.

Sárafáir láta sig líklega dreyma um að Ísland geti komist í lokakeppni HM í körfuknattleik, jafnvel þótt liðið hafi tvívegis komist í lokakeppni EM. En fleira en sæti á HM er í húfi í þessari undankeppni. Með því að vera eitt þeirra þriggja liða sem kemst í milliriðil sleppur liðið við að fara í forkeppni fyrir næsta EM. Neðsta liðið í riðlinum fer í forkeppnina fyrir EM 2021. Hin þrjú fara þá beint í undankeppnina þar sem Ísland hefur verið í síðustu tveimur undankeppnum fyrir EM.

Forföll hjá báðum liðum

Ekki er heiglum hent fyrir þjálfarateymi liðanna að kortleggja andstæðinginn í þetta skiptið. Um er að ræða fyrsta leik í nýrri undankeppni og í herbúðum beggja liða þurfa menn að sætta sig við forföll. Eins og fjallað hefur verið um í vetur þá er kalt stríð í gangi milli fyrirtækisins Euroleague sem heldur úti sinni eigin Evrópukeppni og alþjóðlegu sambandanna, Alþjóðakörfuknattleikssambandsins og Körfuknattleikssambands Evrópu.

Nánar er fjallað um leikinn við Tékka og undankeppni heimsmeistaramótsins í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert