Kristinn er á heimleið til Íslands

Kristinn Pálsson.
Kristinn Pálsson.

Kristinn Pálsson, einn efnilegasti körfuknattleiksmaður landsins, er á leið heim úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum þar sem hann hefur farið mikinn með liði Marist-háskólans.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Kristinn muni ljúka jólaprófunum í skólanum og halda svo heim vegna dauðsfalls í fjölskyldunni. Hann hefur skorað 25 stig og tekið 23 fráköst í 13 leikjum með skólaliði sínu í vetur.

Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur hefur Kristinn leikið í fimm ár erlendis, en hann var í tvo vetur á Ítalíu þar sem hann varð ítalskur meistari í flokki 19 ára og yngri með Stella Azzura. Kristinn var lykilmaður í U20 ára landsliði Íslands sem lék í A-deild Evrópumótsins í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert