Stólarnir magnaðir í fjórða leikhluta

Sigtryggur Arnar Björnsson átti stórleik í kvöld.
Sigtryggur Arnar Björnsson átti stórleik í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Tindastóll tryggði sér sæti í undanúrslitum Maltbikars karla í körfubolta með 78:74-sigri á ÍR á heimavelli sínum á Sauðárkróki í kvöld. ÍR-ingar voru með átta stiga forskot fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, en heimamenn voru mun sterkari í honum. 

Sigtryggur Arnar Björnsson átti mjög góðan leik hjá Tindastóli. Hann skoraði 26 stig og gaf átta stoðsendingar. Antonio Hester skoraði 24 stig, en hann er nýbyrjaður að spila á ný eftir meiðsli. 

Danero Thomas skoraði 18 og Ryan Taylor 17 stig fyrir ÍR, en gestirnir skoruðu ekki eitt einasta stig úr opnum leik á síðustu fimm mínútum leiksins. 

Tindastóll 76:74 ÍR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert