ÍR-sigur í spennuleik

Ryan Taylor og Stanley Earl Robinson eigast við í kvöld.
Ryan Taylor og Stanley Earl Robinson eigast við í kvöld. mbl.is/Hari

ÍR og Keflavík mættust í 11. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í Seljaskóla og sigraði ÍR 96:92 eftir spennandi leik sem framlengja þurfti.

ÍR er með 16 stig ásamt fleiri liðum en Keflavík er með 12 stig. 

Jafnt var 82:82 að loknum venjulegum leiktíma. Daði Lár Jónsson knúði fram framlenginguna fyrir Keflvíkinga með því að setja niður þrjú vítaskot þegar innan við sekúnda var eftir.

Í framlengingunni innsiglaði Danero Thomas sigurinn fyrir ÍR þegar hann stal boltanum í stöðunni 95:92 og nokkrar sekúndur eftir. Brotið var á honum og hann setti annað vítið niður sem var síðasta stig leiksins. 

Matthías Orri Sigurðarson og Ryan Taylor voru stigahæstir með 23 stig hvor og Sæþór Elmar Kristjánsson gerði 21 stig. 

Hjá Keflavík var Stanley Robinson með 23 stig og Guðmundur Jónsson gerði 15. 

Lið ÍR: Sæþór, Taylor, Thomas, Dagi Berg, Matthías, Kristinn, Sigurkarl, Hákon Örn, Ísak Máni, Trausti, Einar Gísli, Sveinbjörn. 

Lið Keflavíkur: Hilmar, Magnús Már, Ragnar Örn, Guðmundur, Robinson, Ágúst, Dupree, Arnór, Daði Lár, Davíð Páll, Þröstur Leó, Andrés. 

ÍR 96:92 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert