Tindastóll á toppnum yfir jólavertíðina

Hlynur Bæringsson og Björgvin Ríkharðsson í leik Stjörnunnar og Tindastóls …
Hlynur Bæringsson og Björgvin Ríkharðsson í leik Stjörnunnar og Tindastóls í kvöld. mbl.is/Hari

Tindastóll hafði betur, 86:80 þegar liðin mættust í 11. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í Ásgarði í Garðabænum í kvöld.

Leikurinn var í járnum allan tímann, en liðin skiptust á að hafa forystuna í leiknum. Stjarnan hóf leikinn af meiri krafti, spilaði kraftmikinn og áræðinn sóknarleik í fyrri hálfleik og leiddi með 14 stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. 

Israel Martin, þjálfari Tindastóls, fór greinilega vel yfir málin með leikmönnum sínum í hálfleiks. Það var alltént allt annað að sjá til leikmanna Tindastóls í upphafi síðari hálfleiks, en liðið hafði sýnt í fyrri hálfleik. Varnarleikur Tindastóls var mun þéttari í seinni hálfleik og í kjölfarið skoraði liðið auðveld stig hinum megin á vellinum. 

Pétur Rúnar Birgisson fór fyrir sínum mönnum og leiddi endurkomu liðsins, en Pétur Rúnar var stigahæsti leikmaður gestanna úr Skagafirðinum í leiknum með 26 stig. Sherrod Nigel Wright var hins vegar atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með 17 stig. 

Tindastóll er eitt fjögurra liða deildarinnar sem deila toppsæti deildarinnar með 16 stig. Stjarnan er hins vegar í áttunda sæti deildarinnar með 10 stig.

Stjarnan 78:86 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert