Haukar sigruðu Val í kaflaskiptum leik

Kári Jónsson skoraði 24 stig í kvöld.
Kári Jónsson skoraði 24 stig í kvöld. mbl.is/Styrmir Kári

Topplið Hauka lagði nýliða Vals að velli í 11. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld, 101:86 í nokkuð kaflaskiptum leik. 

Haukar voru með 39:25-forystu eftir fyrsta leikhlutann, en Valsmenn voru mikið sterkari í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 56:54, Valsmönnum í vil. 

Gestirnir voru aftur á móti mun sterkari í síðari hálfleik og var sigur þeirra ekki í hættu í síðasta leikhlutanum. Haukar eru því enn á toppi deildarinnar, nú með 16 stig, en Valsmenn eru í 10. sæti með átta stig. 

Kári Jónsson skoraði 24 stig fyrir Hauka og Finnur Atli Magnússon gerði 23 stig og tók 15 fráköst. Urald King og Austin Magnus Bracey skoruðu 23 stig hvor fyrir Val, en King tók auk þess 14 fráköst. 

Valur 86:101 Haukar opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert