Verður allt í hnút yfir hátíðirnar?

KR og Tindastóll eru bæði með 14 stig á toppnum.
KR og Tindastóll eru bæði með 14 stig á toppnum. mbl.is/Árni Sæberg

Í kvöld fer fram heil umferð í Dominos-deild karla í körfuknattleik, en um er að ræða síðustu leikina fyrir jólafrí og kemur þá í ljós hvaða lið situr á toppnum yfir hátíðirnar.

Fyrir umferðina eru fjögur lið með jafn mörg stig í efstu sætunum en Haukar, KR, ÍR og Tindastóll hafa öll 14 stig eftir 10 leiki. Keflavík og Njarðvík eru tveimur stigum á eftir og Stjarnan og Grindavík þar fyrir neðan svo um afar jafna deild er að ræða.

Engin af toppliðunum mætast innbyrðis og getur staðan því enn verið í hnút yfir hátíðirnar, en fyrstu leikirnir á nýju ári eru leiknir þann 4. janúar.

Leikir kvöldsins:

19.15 Njarðvík – Höttur
19.15 ÍR – Keflavík
19.15 Valur – Haukar
19.15 Þór Ak. – Grindavík
19.15 KR – Þór Þ.
20.00 Stjarnan – Tindastóll

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert