KR jók forskot sitt á toppnum

KR er á toppi 1. deildar kvenna í körfubolta.
KR er á toppi 1. deildar kvenna í körfubolta. Ljósmynd/facebook síða KR

KR-ingar styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar kvenna í körfubolta með 88:78-sigri sínum gegn Grindavík í Mustad-höllinni í Grindavík í dag. Þá hafði ÍR betur gegn Hamri, 57:37, í leik liðanna í Seljaskóla í Breiðholtinu.

KR hefur 22 stig á toppi deildarinnar eftir þennan sigur, en liðið hefur átta stiga forskot á Grindavík, Fjölni og Þór Akureyri sem eru jöfn að stigum með 14 stig í öðru til fjórða sæti deildarinnar. 

ÍR hefur síðan átta stig í fimmta sæti deildarinnar, Hamar er með tvö stig í sjötta sæti deildarinnar og Ármann vermir botnsæti deildarinnar án stiga. Fjölnir og Ármann mætast í síðasta leik deildarinnar fyrir jólafrí á morgun. 

Grindavík - KR, 78:88. Mustad höllin.

Gangur leiksins: 7:2, 9:9, 15:13, 20:17, 27:22, 29:24, 32:29, 39:34, 39:41, 43:50, 48:56, 58:58, 64:62, 73:68, 76:76, 78:88.

Grindavík: Angela Rodriguez 34/10 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 11, Ólöf Rún Óladóttir 10/4 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 6, Halla Emilía Garðarsdóttir 4, Elísabet María Magnúsdóttir 3/5 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 1/6 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

KR: Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 21/6 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 20/18 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 14/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 10, Ástrós Lena Ægisdóttir 9/5 stolnir, Kristbjörg Pálsdóttir 9, Eygló Kristín Óskarsdóttir 3, Jenný Lovísa Benediktsdóttir 2.

Fráköst: 35 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Pétur Guðmundsson.

ÍR - Hamar, 57:37. Hertz Hellirinn - Seljaskóli.

Gangur leiksins: 5:2, 8:2, 10:5, 11:10, 12:10, 19:12, 23:14, 25:21, 32:23, 35:23, 38:25, 40:25, 46:26, 50:31, 53:34, 57:37.

ÍR: Nína Jenný Kristjánsdóttir 18/12 fráköst/3 varin skot, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 8/7 fráköst, Hlín Sveinsdóttir 7/4 fráköst, Sigríður Antonsdóttir 7, Hanna Þráinsdóttir 7/9 fráköst, Hrafnhildur Magnúsdóttir 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Katla Marín Stefánsdóttir 2/4 fráköst, Birna Eiríksdóttir 2/8 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 18 í sókn.

Hamar: Helga Sóley Heiðarsdóttir 16/4 fráköst, Ragnheiður Magnúsdóttir 8/7 fráköst, Katrín Eik Össurardóttir 4/10 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 3, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 2/12 fráköst, Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir 1/5 fráköst, Bjarney Sif Ægisdóttir 1/4 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 1, Dagrún Inga Jónsdóttir 1.

Fráköst: 33 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Márus Björgvin Gunnarsson, Kristinn Geir Palsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert