Kristinn kominn á heimaslóðir

Kristinn Pálsson í búningi Njarðvíkur.
Kristinn Pálsson í búningi Njarðvíkur. Ljósmynd/Skúli B. Sig

Körfuknattleiksmaðurinn Kristinn Pálsson hefur komist að samkomulagi um að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt, Njarðvík, og leika með liðinu næstu tvö og hálft árið. Þetta kemur fram í frétt á karfan.is.

Kristinn hefur verið við nám í Marist háskólanum í rúm tvö ár og leikið með körfuboltaliði skólans. Kristinn ákvað að koma heim á þessum tímapunkti af persónulegum ástæðum og mun leika með Njarðvík á komandi misserum.

Njarðvík er í fimmta sæti Dominos-deildar karla í körfubolta með 14 stig nú þegar jólafrí verður gert á deildinni. Næsti deildarleikur Njarðvíkur er gegn KR 4. janúar næstkomandi og verður Kristinn að öllum líkindum í leikmannahópi Njarðvíkur í þeim leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert