LeBron með 60. þreföldu tvennuna

LeBron James var sterkur í liði Cleveland.
LeBron James var sterkur í liði Cleveland. AFP

LeBron James náði þrefaldri tvennu í 60. sinn í sigri Cleveland gegn Utah, 109:100, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

LeBron skoraði 29 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Kevin Love skoraði 15 stig en þetta var 11. heimasigur Cleveland í röð og liðið hefur unnið 17 af síðustu 18 leikjum sínum.

Michael Beasley var öflugur í liði New York Knicks í sigri þess á Oklahoma City Thunder.

Beasley skoraði 30 stig fyrir New York og Courtney Lee var með 20. Hjá Oklahoma var Russell Westbrook atkvæðamestur með 25 stig en Carmelo Anthony sem mætti fyrri félögum sínum í New York í fyrsta sinn náði sér ekki á strik og skoraði aðeins 12 stig.

Josh Richardson skoraði 28 stig fyrir Miami í sigri liðsins á LA Clippers. Þetta var 455. sigurleikur Erik Spoelstra, þjálfara Miami, og hann jafnaði þar með goðsögnina Pat Riley.

Úrslitin í nótt:

Memphis - Boston 93:102
Miami - LA Clippers 90:85
SA Spurs - Dallas 98:96
Cleveland - Utah 109:100
New York - Oklahoma 111:96
Houston - Milwaukee 115:111
Minnesota - Phoenix 106:108
Charlotte - Portland 91:93

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert