14. útisigur meistaranna í röð

Stephen Curry, lengst til hægri, skoraði 30 stig fyrir Golden …
Stephen Curry, lengst til hægri, skoraði 30 stig fyrir Golden State. AFP

Meistararnir í Golden State Warriors unnu sinn 14. útsigur í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik þegar þeir lögðu Chicago Bulls, 119:112, í nótt.

Klay Thompson skoraði 38 stig fyrir Golden State, Stephen Curry var með 30 og Kevin Durant 19. Golden State er í þriðja sæti yfir þau lið sem hafa unnið flesta leiki á útivelli í röð en Los Angeles Lakers á metið en það vann 16 útileiki í röð tímabilið 1971-72. Nikola Mirotic var stigahæstur í liði Chicago með 24 stig.

Carmelo Anthony skoraði 27 stig fyrir Oklahoma City Thunder í sigri gegn Los Angeles Lakers, 114:90. Ný-Sjálendingurinn Steve Adam var með 21 stig og Russell Westbropk skoraði 19 stig, tók 6 fráköst og gaf sjö stoðsendingar.

LaMarcus Aldridge setti niður 34 stig fyrir San Antonio Spurs í sigri liðsins gegn Brooklyn, 100:95, og Patty Mills var með 25 stig.

Úrslitin í nótt:

Charlotte - Washington 133: 109
SA Spurs - Brooklyn 100:95
Atlanta - New Orleans 94:93
Toronto - Detroit 96:91
Chicago - Golden State 119:112
Oklahoma - LA Lakers 114:90
Memphis - New York 105:99
Miami - Milwaukee 106:101
Utah - Sacramento 120:105
LA Clippers - Denver 109:104

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert