Ætlum að halda okkur á toppnum

Borche Ilievski fylgist með sínum mönnum í kvöld.
Borche Ilievski fylgist með sínum mönnum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var að sjálfsögðu ánægður með 87:78-sigur sinna manna gegn Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla í körfubolta í Breiðholtinu í kvöld. Hann var ánægður með orkuna í sínu liði.

„Þetta var erfiður leikur þó við vorum yfir allan seinni hálfleikinn. KR er mjög erfiður andstæðingur sem leggur leikinn yfirleitt vel upp. Við vorum árásargjarnir í vörn og sókn og með mikla orku og þess vegna unnum við leikinn."

Fyrri hálfleikurinn var frekar illa spilaður af báðum liðum og var mikið um slakar sendingar og mistök í sókninni. 

„Við misstum boltann 16 sinnum í fyrri hálfleiknum og þeir skoruðu 26 stig í bakið á okkur. Þeir skoruðu líka tíu stig eftir sóknarfráköst í hálfleiknum. Við töluðum um að laga þetta í seinni hálfleik og það tókst."

ÍR-ingar eru einir í toppsætinu eftir sigurinn og. 

„Við viljum halda okkur á toppnum og við ætlum okkur að gera það. Þetta er flott byrjun á nýju ári," sagði Borche Ilievski að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert