Skallagrímur steig risaskref

Eyjólfur Ásberg Halldórsson, til hægri, skilaði þrefaldri tvennu fyrir Skallagrím …
Eyjólfur Ásberg Halldórsson, til hægri, skilaði þrefaldri tvennu fyrir Skallagrím í kvöld. mbl.is/Golli

Skallagrímur nálgast endurkomu í efstu deild eftir sigur á Breiðabliki í toppslag 1. deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Liðin mættust þá í Borgarnesi og Skallagrímur hrósaði sigri 99:84.

Breiðablik var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 31:21, en þá tók Skallagrímur yfir leikinn. Blikarnir skoruðu minna í næstu tveimur leikhlutum til samans en þeir gerðu í þeim fyrsta og Skallagrímur gekk á lagið. Þegar yfir lauk munaði svo 15 stigum á liðunum, lokatölur 99:84.

Aaron Clyde Parks var stigahæstur hjá Skallagrími með 26 stig en Eyjólfur Ásberg Halldórsson stal senunni. Hann skilaði þrefaldri tvennu; skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hjá Blikum var Jeremy Herbert Smith bestur með 30 stig.

Staðan í deildinni er þá þannig að Skallagrímur er með 26 stig eftir 15 leiki en Breiðablik er í öðru sæti með 22 stig. Liðin hefðu verið jöfn að stigum með sigri Blika.

Gangur leiksins: 8:8, 10:16, 20:21, 21:31, 32:33, 36:34, 44:40, 52:44, 57:50, 60:55, 69:55, 77:58, 81:66, 84:71, 89:78, 99:84.

Skallagrímur: Aaron Clyde Parks 26/4 fráköst, Kristófer Gíslason 17/4 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 17/4 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 12/11 fráköst/10 stoðsendingar, Darrell Flake 10/9 fráköst, Davíð Guðmundsson 9, Hjalti Ásberg Þorleifsson 6, Áskell Jónsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 30/9 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 14, Halldór Halldórsson 10/6 fráköst, Snorri Vignisson 10/9 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 10, Sveinbjörn Jóhannesson 6/6 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Ragnar Jósef Ragnarsson 4/4 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Gunnar Thor Andresson, Aron Runarsson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 200

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert