Enn vinna KR-ingar

Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir
Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir Ljósmynd/Karfan.is

Það var lítið sem kom á óvart í 89:44-sigri toppliðs KR á botnliði Ármanns í 1. deild kvenna í körfubolta í Kennaraháskólanum í kvöld. KR er enn með fullt hús stiga eftir 15 umferðir en Ármann er á botninum, án stiga.

Ástrós Lena Ægisdóttir skoraði 23 stig fyrir KR og Margrét Blöndal gerði 14 stig. Hjá Ármanni var Kristín Alda Jörgensdóttir með 14 stig og 11 fráköst. 

Ármann - KR 44:89

Kennaraháskólinn, 1. deild kvenna, 19. janúar 2018.

Gangur leiksins:: 3:9, 5:16, 5:22, 7:30, 14:40, 19:42, 21:48, 21:52, 23:58, 23:66, 28:68, 30:76, 36:77, 40:82, 40:85, 44:89.

Ármann: Kristín Alda Jörgensdóttir 14/11 fráköst, Arndís Þóra Þórisdóttir 10/7 fráköst, Kristín María Matthíasdóttir 9/11 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 8, Bjarnfríður Magnúsdóttir 3/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.

KR: Ástrós Lena Ægisdóttir 23/6 fráköst, Margrét Blöndal 14, Alexandra Petersen 13/11 fráköst/7 stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir 10/14 fráköst/5 varin skot, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 8, Kristbjörg Pálsdóttir 6, Þóra Birna Ingvarsdóttir 5, Marín Matthildur Jónsdóttir 3, Perla Jóhannsdóttir 2, Kristin Skatun Hannestad 2, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 2, Gunnhildur Bára Atladóttir 1/4 fráköst.

Fráköst: 35 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Sigurður Jónsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert