Mikilvægur sigur Valsmanna

Urald King sækir að körfu Hattar í kvöld. Mirko Stefan …
Urald King sækir að körfu Hattar í kvöld. Mirko Stefan Virijevic er til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Eftir fjögurra leikja taphrinu höfðu Valsmenn betur gegn Hetti, 102:94 í 14. umferð Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Liðin skiptust á að ná fínu forskoti í leiknum en Valsmenn voru sterkari í lokin. Með sigrinum fór Valur upp í tíu stig og eru nýliðarnir nú fjórum stigum fyrir ofan Þór Ak. og fallsæti. Höttur, sem einnig er nýliði í deildinni er enn í botnsætinu án stiga. 

Urald King átti magnaðan leik fyrir Valsmenn. Hann skoraði 40 stig og tók auk þess 15 fráköst. Liðsfélagi hans, Austin Magnus Bracey gerði 31 stig. Hjá Hetti var Kelvin Michaud Lewis stigahæstur með 31 stig og gaf hann níu stoðsendingar. 

Valur - Höttur 102:94

Valshöllin, Úrvalsdeild karla, 19. janúar 2018.

Gangur leiksins:: 9:5, 13:15, 19:24, 24:28, 26:33, 32:40, 37:40, 49:43, 51:52, 62:62, 68:71, 76:75, 82:78, 87:86, 93:88, 102:94.

Valur: Urald King 40/15 fráköst, Austin Magnus Bracey 31/6 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 12/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 11/5 fráköst, Birgir Björn Pétursson 4, Gunnar Ingi Harðarson 3/6 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Dagur Sturluson 1.

Fráköst: 25 í vörn, 14 í sókn.

Höttur: Kelvin Michaud Lewis 31/6 fráköst/9 stoðsendingar, Mirko Stefan Virijevic 24/13 fráköst/3 varin skot, Sigmar Hákonarson 14/5 fráköst, Brynjar Snær Grétarsson 12, Hreinn Gunnar Birgisson 5/4 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 4/6 fráköst, Andrée Fares Michelsson 4.

Fráköst: 32 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Tómas Tómasson, Johann Gudmundsson.

Valur 102:94 Höttur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert